Spurning:
Ég og kærastan mín erum búin að vera saman í næstum 4 mánuði, ég er 17 og hún er 15. Við byrjuðum að stunda kynlíf eftir að hafa verið saman í mánuð. Hún fékk fullnægingar eins og ekkert sé fyrstu tvo mánuðina en svo ekkert meir. Hún byrjaði á pillunnu fyrir 2 vikum. Af hverju getur þetta stafað og hvað get ég gert? Er þetta eitthvað sem ég geri vitlaust eða hvað? Mig vantar endilega ráðleggingar sem fyrst! Takk fyrir.
Svar:
Kæra par.
Ég held að þið getið verið alveg róleg næsta hálfa árið, þetta hljómar ekki eins og neitt alvarlegt vandamál heldur nokkuð sem byrjar vel og gæti komist aftur í gott ástand ef þið standið vel saman og haldið opinni umræðu og trúnaðí ykkar á milli. Það eru nokkrir ráðgjafar um kylífsmál á netinu, og rétt að snúa sér beint til þeirra ef þetta fer ekki aftur í lag. Ella er betra að taka á einstökum málum í beinni umræðu en gegnum netið.
Gangi ykkur vel, Arnar Hauksson dr. med.