Spurning:
Mig langar til að koma með fyrirspurn um Gláku, getur hann verið ættgengur? Átti afa sem að var blindur hátt í 40 ár. Og ef þetta er ættgengt er það meiri líkur í gegnum föður eða móðurætt?
Er möguleiki á að koma í 1 skoðun og getur maður þá fengið úr því skorið hvort maður geti fengið Gláku. 34 gömul og hef þurft að nota 0,75 – að ég held, en mér finnst eins og ég sé farin að sjá svo illa til hliðanna. Þetta er háir mér kannski einna mest þegar ég er að keyra.
Á síðastliðinum 8-9 mánuðum þá hef ég verið að lesa eða skrifa eða eitthvað þvíumlíkt og það fór hreinlega allt úr fókus alveg sama hvað ég reyndi að píra augun og á endanumvarð ég að hætta að gera það sem ég var að gera.
Einhver ástæða til að láta athuga þetta? Er að öðru leyti fílhraust.
Svar:
Gláka er ættgengur sjúkdómur og eru þeir í meiri hættu á að fá gláku sem eiga mömmu/pabba, ömmu/afa með sögu um gláku, sérstaklega ef glákan hófst snemma á ævinni og olli blindu. Heldur algengari virðist vera að glákan erfist í kvenlegg en karllegg, en það er þó engin regla. Ein skoðun getur leitt í ljós gláku, en þó er algengari að það þurfi nokkrar skoðanir.
„Mig langar til að koma með fyrirspurn um Gláku, getur hann verið ættgengur? Átti afa sem að var blindur hátt í 40 ár. Og ef þetta er ættgengt er það meiri líkur í gegnum föður eða móðurætt?“
Það sem þú lýsir er klassískt merki um að þú þurfir á nýjum gleraugum að halda. Sennilega ertu fjarsýn (með + fyrir framan 0,75) og þarftu væntanlega sterkari plús, einkum þegar þú ert að skoða eitthvað nálægt þér. Það er því full ástæða til að láta athuga þetta og kippa þessu öllu í liðinn. Ég tala nú ekki um ef þú ert raunverulega eineygð! Þér líður líka svo miklu betur með réttum gleraugum.
Bestu kveðjur, Jóhannes Kári.