Fyrirspurn um magaminnkun

Spurning:

Góðan dag.

Mig langar að koma með fyrirspurn um magaminnkun, mér skilst að nú sé hægt að fara í þessar aðgerði hér á landi og langar að kynna mér þetta betur.

Hvert get ég haft samband??

Ég er ung kona og næstum því 140 kg og er búin að vera í megrun finnst mér frá því að ég man eftir mér þannig að þetta er svona síðasta tilraun sem mig langar til að skoða áður en ég gefst alveg upp.

Kveðja,
Ein í vanda.

Svar:

Komdu sæl/sæll.

Þakka þér fyrirspurnina.

Það sem mér skilst við lestur bréfs þíns er að þú ert að hugsa um að láta minnka magasekkinn sjálfan. Það er gert hér á landi hjá fólki sem á við mikla offitu að stríða. Þá eru sett inn svokölluð hefti á miðjan magasekkinn þannig að hann rúmar þá ekki nema takmarkað innihald. Með þessu er verið að reyna að fá sjúklinginn til að borða minna en áður og sem hefur verið aðal orsök þyngdar- aukningarinnar. Í viðtali og skoðun hjá lækninum þá gefur hann þér upp allar upplýsingar um aðgerðina sjálfa, undirbúning fyrir hana og eftirmeðferð. Auk mögulegra aukaverkana.

Ef þetta er rétt hjá mér ráðlegg ég þér að leita til skurðlæknis sem sérhæfir sig í aðgerðum á meltingafærum.

Bestu kveðjur.

Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu