Fyrstu vikur meðgöngu

Hversu algengt er fósturlát á fyrstu vikum meðgöngu? Er til einhver prósentutala um það? Eru sumar konur í meiri hættu við að missa fóstur en aðrar, t.d. séu þær í eldri kantinum?
Eru fyrstu tólf vikur meðgöngunar ekki áhættumestar varðandi hættu á fósturláti?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki vitað hversu algengt fósturlát er á allra fyrstu dögum/vikum meðgöngu því það er erfitt að fá það staðfest. Talað er um að fósturlát verði í u.þ.b. 15-20% tilfella allra staðfestra þungana, sem þýðir að meðaltali ein kona af hverjum þremur missi fóstur einhvern tímann um ævina. Ekki er talin þörf á frekar rannsóknum um orsök fyrr en kona hefur misst fóstur í þrígang. Það hefur verið talað um það já að eldri konur séu í meiri hættu á að missa fóstur. Hér er góð grein sem fjallar um fósturlát og hvaða þjónusta er í boði fyrir þá sem lenda í því að missa fóstur. Einnig vil ég benda þér á þessa grein hér: http://www.ljosmodir.is/medgangan/fosturlat

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur