Gamalt sílikon og brjóstin farin að lafa?

Spurning:
Ég fékk mér sílikon árið 1996 og í dag finnst mér brjóstin vera farin að hanga svo mikið. Ég er alltaf í brjóstahaldara og æfi þegar ég get en ég hef reyndar bætt á mig nokkrum kílóum, samt ekki feit. Ég vil fá að vita hvað ég get gert og í hvernig aðgerð get ég farið í til að laga þetta? Eitt til viðbótar – ef gat kemur á púðann hvað geri ég? Við hvern tala ég og er það banvænt?

Svar:
Komdu sæl.
Það lítur út fyrir að þú þurfir að láta lyfta brjóstumum upp á púðana. Aðgerðin þolist yfirleitt vel. Það er ekki lífshættulegt þó púðarnir leki og það gerist mjög sjaldan. Ef grunur kemur upp um það hefur þú samband og ef þig langar að forvitnast meira um brjóstalyftingu.

Kveðja Ottó Guðjónsson,
lýtalæknir 563-1060