Gangsetning vegna grindargliðnun?

Spurning:
Mig langaði að spyrja um grindarlos þar sem ég er með mikið grindarlos. Er einhvern tímann framköllað fæðingu fyrr útaf slæmu grindarlosi? Er nefnilega að fá hækjur útaf slæmu grindarlosi og bara komin rúmar 33 vikur 🙁

Svar:
Þar sem gangsetningu fylgja ýmsir áhættuþættir er ekki gangsett nema heilsu móður og/eða barns sé stefnt í hættu með lengri meðgöngu. Það er mjög sjaldgæft að grindarlos sé ástæða gangsetningar og hæpið að það verði gert. Fáðu ráð hjá sjúkraþjálfanum þínum til að gera meðgönguna léttbærari og ræddu þetta við ljósmóðurina þína.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir