Gastrín

Fyrirspurn:

Góðan dag. Mig langar að vita hvort Gastrin hormon getur valdið höfuðverk, svima, ógleði og jafnvel meiru. þ.e.a.s þegar líkaminn framleyðir of mikið af þessri tegund hormons? Er það heiladingulinn sem framleyðir Gastrin? Mig langar að fá upplýsingar um offramleyslu Gastrins.

Takk fyrir

Svar:

Gastrín (saltsýruvaki) er peptíð hormón framleitt í meltingarvegi. Helsta hlutverk gastríns er að örva sýruframleiðslu magans. Það örvar  líka magahreyfingar, eykur myndun magasafa og slakar á portverði þannig að magainnihald tæmist niður í skeifugörn. Eins eru til rannsóknir sem sýna fram á að þeir sem eru með Helicobakter pylorii ( sem er baktería sem veldur magabólgum og sárum) mælast gjarnan með hátt gildi gastríns.

 

Saltsýran getur svo valdið þessum einkennum sem þú talar um- ógleði og almennri vanlíðan sérstaklega á tóman maga. Aukin þensla magans, prótein, koffein og hátt pH gildi magainnihalds örvar gastrínlosun og með því að ráða bót á þessum þáttum er hægt að minnka losun á gastríni að einhverju leyti.

 

 Gangi þér vel

GuðrúnGyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur