Gat í nafla

Fyrirspurn:

Hæ, hæ,

Ég hef verið með gat í naflanum í 6 ár og aldrei neitt vesen með það, fann ekki mikið til þegar það var sett en núna langar mig svolítið að losna við það. Hver er besta leiðin til þess að losna við það án þess að lenda í einhverju veseni??
með fyrirfram þökk:)

Aldur:
21 ár

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Þú skalt taka hringinn úr naflanum og gefa þessu svo tíma til að gróa.
Þú átt ekki að þurfa að gera neinar aðrar ráðstafanir.
Mér finnst þó ekki ólíklegt að eftir sitji smá ör.

Með kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is