Geislavirkt joð – áhrif á fóstur?

Spurning:
Góðan dag.
Mig vantar upplýsingar um hættuna varðandi geislavirkt joð sem einstaklingar með ofvirkan skjaldkirtil þurfa að taka. Ég á ættingja sem fer í meðferð í næstu viku og verður í einangrun heima hjá sér í 3 daga og það sem mig vantar að vita er hvort mér, sem er barnshafandi, sé óhætt að umgangast börn þessa einstaklings á meðan að geislavirknin er að virka? Geta þau (börnin) mögulega borið með sér einhver skaðleg áhrif þessarar meðferðar á fóstrið mitt?
Takk fyrir

Svar:
Ég á ekki von á því að fóstrið muni hljóta skaða af návist við börn þessa einstaklings en þú ættir ekki að umgangast hann sjálfan. Það er best að fá upplýsingar um þetta hjá Ísótópastofu á Landspítalanum í síma 543 5050. Sjúklingurinn fær sjálfur skriflegar upplýsingar um hvað beri að forðast og í hvað langan tíma og getur miðlað þeim til ættingja eftir þörfum. 

M. kveðju,
Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir