Gengur lítið að grennast, hvað geri ég rangt?

Spurning:

Sæl Ágústa.

Hver er besta leiðin til að grennast án þess að fá mikið meiri vöðva (þar sem ég er með „nóg” af þeim fyrir)? Ég hleyp 10 km a.m.k. 3-4 sinnum í viku á morgnana á fastandi maga og fer þar að auki í mismunandi hóptíma á kvöldin (tæbó, MRL, o.s.frv.). Ég borða mjög lítið alla daga fyrir utan einn nammidag í viku en samt gengur ansi hægt að losna við aukakílóin (5-10 kíló). Hvað er ég að gera rangt?

Svar:

Sæl.

Í fljótu bragði sýnist mér að þú sért að borða of lítið miðað við hvað þú æfir mikið. En það er ekki hægt að gefa þér nákvæmar ráðleggingar nema að fá mun meiri upplýsingar frá þér. Þú ættir ekki að draga það að leita ráða því það getur haft afar slæmar afleiðingar að „svelta” líkamann með því að borða lítið og æfa mikið. Ég ráðlegg þér að fá tíma hjá fagmanni. Þú þarft að gera nákvæma grein fyrir því hvað þú borðar og hvernig þú æfir. Einnig þarf að mæla fituhlutfallið í líkamanum á þér. E.t.v er það minna en þú heldur ef þú ert mjög vöðvastælt. Ef þú ert á Reykjavíkursvæðinu get ég bent þér á að tala við Ólaf Sæmundsson næringarfræðing okkar hér í Hreyfingu og fá hjá honum tíma eða fá þér tíma hjá einkaþjálfara.

Gangi þér vel.

Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari.