Ég fékk gervilið í hné, og mín spurning er. Er hægt að fara út að skokka/hlaupa og hvað þolir svona liður mikið álag, þá á ég við þegar maður er að burðast við að bera þunga hluti. Þetta er allt annað líf eftir að ég fékk þetta og finnst þetta hafa breytt lífi mínu til hins betra. Einn sem genur nú á öllum.
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Hvenær og hvort maður megi hlaupa eftir grevilið í hné er mjög einstaklingsbundið.
Þetta er eins og með flest annað, þarna verður skynsemin að ráða för. En vissulega eru nokkrir þættir sem vert er að skoða áður en rokið er af stað.
T.d. hversu langt er frá aðgerðinni, ertu búin að þrepa þig upp í álag og styrkja allt vel í kringum hnéð með tilheyrandi æfingum með sjúkraþjálfara.
Ég mæli eindregið með að þú ræðir þetta við sjúkraþjálfara sem getur leiðbeint þér.
Gangi þér vel
Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur