Gervifrjóvgun með gjafasæði

Spurning:

Sæll.

Er hægt að fara í gervifrjóvgun hér með því að kaupa sæði eða er það eingöngu hægt erlendis?

Svar:

Ágæti fyrirspyrjandi.

Svarið er já. Í þeim tilfellum þar sem maki hefur ekki sæðisframleiðslu sem nægir til frjógvunar, er fyrir hendi möguleiki á frjóvgun með gjafasæði. Það þarf einfalt umsóknarferli sem flestir læknar geta staðið að eða þið komið ykkur í samband við þá sem það geta.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med.