Fyrirspurn:
Góðan dag.
Hef álitið að sykurlausir gosdrykkir s.s. Pepsi Max séu skárri en sykraðir fyrir sykursjúka. Þó hef ég heyrt mismunandi skoðun á þessu, þó get ég ekki ímyndað mér að þetta ógnvekjandi magn af þeim sykruðu henti betur á sykursjúka.
Spurningin er því, hvað er neikvætt við þessa gerivsykurdrykki?
Aldur:
71
Kyn:
Karlmaður
Svar:
Sæll, Það eru mjög skiptar skoðanir um ágætis gervisykurs.
Ef þú ert með sykursýki, þá ber þér að forðast sætindi og því er það góður kostur að velja fremur drykki/fæði sem inniheldur ekki mikið magn sykurs til að hafa betri stjórn á blóðsykrinum.
Það sem ég held að einstaklingar kvarti fyrst og fremst undan við notkun gervisykurs eru óþægindi í meltingarvegi. Síðan eru aðrir sem telja sig hafa óþol sem getur tekið á sig ýmsa mynd.
Það er með þetta eins og svo margt annað í lífinu að "hinn gullni meðalvegur" reynist alltaf gott veganesti.
Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná grein sem fjallar um mataræði og sykursýki tegund tvö, þér til upplýsinga.
Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is