Get ég látið laga mjaðmir?

Spurning:
Ég er mjög ósátt við mjaðmastærðina mína, mér finnst þær of stórar og ekki í réttum hlutföllum við líkamann minn og ég vildi gjarnan breyta þessu. En ég bara hef ekki heyrt talað um að láta minnka mjaðmir á sér áður eða breyta lögun og er því ekki viss um hvort þetta sé gert. Er þetta hægt? Og ef svo er hvað mundi þetta kosta? Sama hvað ég reyni að grenna mig þá breytast mjaðmirnar ekkert og rassinn er heldur ekki eins og ég vil hafa hann.

Svar:
Komdu sæl.

Mér sýnist að það megi líklega hjálpa þér með fitusogi en ég þarf að sjálfsögðu að fá að sjá þig á stofu til að meta þetta nánar og fyrst þá getum við talað um hvað þetta mundi kosta. Fitusog á mjöðmum hangir oft saman við læri og maga.  Verð frá 150.000 – 250.000 ca.

Kær kveðja.
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir