Get ég smitast af kynsjúkdómi við munnmök?

Spurning:

Sæll.

Get ég smitast af kynsjúkdómi manns við munnmök? Þrátt fyrir að ég fái ekki sæði upp í mig né á mig.

Kveðja.

Svar:

Sæll.

Já, kynsjúkdómar geta smitast með munnmökum, til dæmis Herpes og jafnvel vörtur. Það sem meira er þú getur smitað manninn af Herpes ef þú ert með frunsur á vörunum.

Þetta tengist sæðinu lítið – það er algengur misskilningur að kynsjúkdómar séu tengdir eingöngu við sæði. Þó getur sæði verið smitandi og aukið líkurnar á því að fólk smitist af kynsjúkdómum. Það er hins vegar snertingin sem skiptir mestu máli.

Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson