Get ekki ropað

Hæ.

Ég get ekki ropað og hef aldrei getað. Er hægt að meðhöndla þetta? Sá einhversstaðar að læknar í usa eru að sprauta bótox í hálsinn á fólki.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Hugsanlega ertu með bólgur í meltingarvegi vegna bakflæðis eða sveppasýkingu.  Ég ráðlegg þér að ræða þetta við þinn heimilislækni sem gæti vísað þér á meltingalækni til rannsóknar. Ég hef ekki heyrt um meðferð þar sem bótoxi er sprautað í háls fólks og ef svo er gert væri það mjög sértæk meðferð

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur