Geta geðlyf haft áhrif á skjaldkirtilinn?

Spurning:
Geta geðlyf haft áhrif á skjaldkirtilinn? Ég er búin að vera á geðlyfjum í 5 ár, eða getur kókdrykkja haft áhrif? Ég drekk svakalega mikið kók og er bara að velta þessu fyrir mér.
Með fyrirfram þökk

Svar:
Geðlyf er mjög víðtækur flokkur lyfja og er verkunarmáti þeirra mjög mismunandi og aukaveranir þar með einnig.
Almennt hafa geðlyf ekki áhrif á skjaldkirtilsstarfsemi en þó getur verið um einhverjar undantekningar frá því að ræða. 
Litíumlyf (Litíumsítrat Delta, Litarex) geta valdið stækkun skjaldkirtils .
Seroquel meðferð hefur tengst lítilli skammtaháðri lækkun á skjaldkirtilshormónum en engin vísbending um að það valdi vanstarfsemi skjaldkirtils sem hafi klíníska þýðingu.

 

 
Þeir sjúklingar sem þjást af vanstarfsemi skjaldkirtils verða að forðast notkun þríhringlaga geðdeyfðarlyfja eins og Anafranil, Klomipramin og Surmontil og geðlyfja eins og Largactil, Pacinol og Trilafon. Ég veit því miður ekki hvort óhófleg neysla kóks hefur áhrif á skjaldkirtil.Finnbogi Rútur HálfdanarsonLyfjafræðingur