Geta Klamydía og Lekandi smitast …?

Spurning:
Geta Klamydía og Lekandi smitast með blöndun blóðs? Til dæmis: ef einhver með annanhvorn sjúkdóminn sker sig á einhverju og annar aðili sker sig á sama hlutnum áður en að hann er þrifinn og/eða sotthreinsaður ?

Svar:
Nei það er afar ólíklegt.  Smitaðir einstaklingar hafa vanalega ekki neitt af þessum bakteríum í blóðinu, þá yrðu þeir fárveikir.  Klamydía og Lekandi smitast fyrst og fremst með samförum í leggöng og endaþarm og með munnmökum, báðir sjúkdómar geta smitast frá móður til barns í fæðingu.

Mundu að það er erfitt er fyrir fólk að greina þessa sjúkdóma hjá sér sjálft því klamydía getur legið lengi í leyni.  Það er hins vegar auðvelt fyrir lækninn að greina þá.  Það er einnig auðvelt að meðhöndla þá og því ætti einhver sem grunar að hann hafi þessa sjúkdóma að leita til læknis því ómeðhöndlaðir geta þeir valdið alvarlegum kvillum.Kveðja,Jón Þorkell