Geta vítamín haft áhrif á verk í fótum

Komið sæl mig langar að spyrja ég er búin að vera með svo mikla verki í fótunum og hnènu og hef varla geta gengið hef verið að taka vítamín með öðrum lyfjum sem ég er á og ég hef verið með pípandi niðurgang á hverjum morgni .Svo ákvað ég að hætta að taka vítamín í nokkra daga og mér finnst ég vera betri í fótunum og ég er ekki með niðurgang á morgnana getur þetta haft eithvað með vítamínið að gera takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Best væri að hitta þinn heimilislækni og athuga hvað það er sem er að hrjá þig í fótunum og hnénu. Eftir það getið þið spjallað um lyfin og vítamínin. Mér finnst ólíklegt að þessir verkir tengist vítamínunum sem þú ert að taka, en nú veit ég ekki hvaða lyf eða vítamín þú tekur.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.