Getnaðarvörn

Hæhæ hvar/ hvernig gett ég nálgast hetuna?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þar sem að hettan er ekki lyfseðilskyld er ekki þörf á að hitta lækni áður en hún er valin sem getnaðarvörn, en ég mæli þó eindregið með því þar sem einhverjar frábendingar eru fyrir notkun á henni og einnig mikilvægt að hún passi. En kvensjúkdómalæknar mæla fyrir því. Til að tryggja öryggi hennar er mikilvægt að vita hvernig hún virkar, hvernig setja eigi hana rétt upp og notkun á sæðisdrepandi geli en allar þessar nauðsynlegu upplýsingar færðu hjá kvensjúkdómalækni.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.