Getnaðarvarnir eftir barnsburð?

Spurning:
Komið þið sæl!
Ég er orðin 37 ára gömul og eignaðist barn núna í feb. Mig langaði til að fá ráðleggingu um hvaða getnaðarvörn er best þegar maður er á þessum aldri en ég hef ekki verið á neinu í nokkur ár. Ég bý erlendis og einhver var búin að minnast á lykkju sem heitir ,,mirena" en er hún ekki dýr?  Hvað kostar hún t.d. á Ísland?  Hefur þessi lykkja eitthvað fram yfir hinar?
Með fyrirfram þökk. 

Svar:
Komdu sæl
Einfaldast er að nota condom/smokk meðan verið er að íhuga val á getnaðarvörn.  Svokölluð gestagen-pilla er hentug sem vörn því hana má taka með börn á brjósti og hún hefur ekki áhrif á mjólkurmyndun. Mirena heitir Levo-Nova á Íslandi og verð er mismunandi eftir apótekum. Það er ekki talið ráðlegt að nota hefðbundnar getnaðarvarnarpillur meðan barn er haft á brjósti.

Vona að þetta svari þér, gangi þér vel.

Með góðri kveðju,
Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur