Getur brjósklos í baki haft áhrif á kyngetu karlmanna?

Spurning:

Sæl.

Getur brjósklos í baki haft áhrif á kyngetu karlmanna?

Kærar þakkir.

Svar:

Sæll.

Brjósklos hefur oftast í för með sér mikla verki og vanlíðan. Það getur verið erfitt að finna þær stöður / stellingar sem losa mann undan verknum. Þessir þættir geta auðvitað haft áhrif á kynlífið. Þú segir ekkert til um hvar brjósklosið liggur, en almenna reglan er sú, að draga það ekki að leita til læknis ef það er farið að hafa áhrif á þvagblöðru eða kynlíf.

Ég ráðlegg þér því að hika ekki við að ráðfæra þig við þann lækni sem greindi brjósklosið hjá þér.

Gangi þér vel,
Erna Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari