Getur þú bent mér á gott alhliða æfingatæki

Spurning:

Kæra Ágústa.

Takk fyrir góðan vef.

Mig langar að vita hvort þið getið bent mér á eithvað alhliða tæki sem hægt er að nota heima til að brenna fitu og til styrkingar fyrir þá sem ekki treysta sér út að ganga vegna kulda.

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Góð þoltæki eru t.d. hjól, hlaupabretti, crosstrainer (t.d. Orbitrek, var selt í sjónvarpsmarkaði) og þrekstigi. Með því að æfa á svona tækjum í 20-40 mín í senn 4-6x í viku næst góður árangur í styrk og fitubrennslu.

Hægt er að fá svona tæki t.d. hjá Erninum og einnig má reyna að fá notuð tæki með því að auglýsa í smáauglýsingum.

Svo vil ég nú líka benda á afar ódýra lausn sem er að fá sér myndband með fitubrennsluæfingum. Slík myndbönd hefur undirrituð gefið út og fást í Hreyfingu heilsurækt. Hægt er að panta þau í síma 568 9915 eða með tölvupósti: hreyfing@hreyfing.is

Bestu kveðjur,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari