Spurning:
Náinn ungur ættingi fékk eitt sinn einkirnissótt og var veikur lengi, var hann mjög orkulaus eftir þetta og tók allnokkurn tíma að ná í þrek á ný, spurning mín er ..getur folk fengið þessi veikindi aftur,t.d.eftir mikið álag..og leggst þetta frekar á ungt fólk en eldra fólk..
Takk fyrir..
Svar:
Einkirnissótt (eða einkjörnungasótt) er veirusýking sem leggst aðeins einu sinni á fólk. Hins vegar getur veiran sem kallast EBV valdið margvíslegum einkennum m.a. einkirnissótt einkum hjá unglingum og ungum fullorðnum. Yngri börn fá yfirleitt ekki þessi einkenni heldur frekar einungis hita og kvefeinkenni. Önnur einkenni sem geta sést við þessa veirusýkingu einkum hjá fullorðnum eru langvarandi slappleiki og þreyta. Sumir telja að veiran geti einnig valdið síþreytu en það er þó ósannað. Það er því ólíklegt að veiran valdi endurteknum þreytu og slappleikaköstum.
Með kveðju
Þórólfur Guðnason, barnalæknir