Getur frjókornaofnæmi valdið roða í andliti?

Ég er með ofnæmi fyrir birki frjókornum og er að taka lóritín á hverjum morgni. Seinni part dags er ég byrjuð að verða mjög rauð í andlitinu og ég veit að þetta er ekki sólbruni. Um svona átta níu leytið að kvöldi verður húðin svo aftur eðlileg. Gæti þetta verið út af frjókornaofnæminu? Þetta byrjaði að gerast fyrir rúmri viku síðan og er ekki jafn slæmt alla daga.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég hef ekki heyrt um að roði í andliti tengist frjókornaofnæmi, en helstu einkennin eru kláði í augum, hnerrar og óþægindi í nefi. Þannig að roðinn ætti þá að tengjast þeim svæðum sem verða mest fyrir ertingu á meðan frjókornaofnæmið stendur yfir.

Þú getur nánar lesið um frjókornaofnæmið hér

Gæti verið að þú sért mögulega með rósroða ? Getur nánar lesið um það hér.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur