Getur lyfið Telfast aukið hárvöxt?

Spurning:
Getur lyfið Telfast sem er ónæmislyf aukið hárvöxt á öllum líkamanum? Ég er kvk og er á þessu lyfi. En það er eitt sem mér finnst mjög skrítið er það að það koma dökk hár á magann og andlitið og já bara alls staðar. Er þetta eðlilegt og hvað veldur? Ein með svolítið miklar áhyggjur.

Svar:
Samkvæmt þeim handbókum sem ég hef aðgang að er ekki getið um þessa aukaverkun af ofnæmislyfinu Telfast. Það er því rík ástæða fyrir þig að ræða þetta við lækninn og athuga hvort eitthvað annað geti valdið þessum hárvexti. Ef hægt er að rekja þetta til lyfsins er sjálfsagt að skipta um lyf og læknirinn tilkynni þessa aukaverkun til réttra aðila.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur