Spurning:
Sæl.
Eitt langar mig til að vita,hvernig er það getur of mikið nikótín t.d. í tyggjói valdið svefntruflunum??
Svar:
Spurningin frá þér var hvort nikótínlyf geti valdið svefntruflunum.
Það eru litlar líkur á því, ég ráðlegg þér samt að nota ekki sólarhringsplástur ef svefnörðugleikar eru til staðar.
Svefntruflanir eru þekkt vandamál, (fráhvarfseinkenni) við að hætta að reykja. Það að hætta að reykja er nefnilega streituvaldandi og taugakerfið þarf tíma til að jafna sig á reykleysinu.
Til að minnka líkur á svefntruflunum vil ég gefa þér nokkur ráð: Forðastu að drekka kaffi eftir kl. 17 á daginn.Ekki nota 24 tíma nikótínplástur. Farðu í 20 mínútna kvöldgöngu. Drekktu róandi kvöldte, t.d. camillute eða flóaða mjólk. þú gætir þurft tímabundið að taka inn svefnlyf. Hringdu gjarnan til okkar hjá „Ráðgjöf í reykbindindi“, sérstaklega ef þú lendir í hremmingum. Þar færðu ókeypis ráðgjöf, stuðning og lesefni. Þú getur hringt eins oft og þú þarft þér að kostnaðarlausu.Einnig hringjum við í þig með jöfnu millibili til að styðja þig í baráttunni, ef þú hefur áhuga, síminn er 800-6030.
Gangi þér vel að halda út reykleysið í framtíðinni og sofðu vel.
Kveðja góð.
Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi í reykbindindi.