Ginseng og kynlöngun karla

Spurning:

Nú er talað um að að ginseng svipi til hormónsins estrógen sem er
talað um að sé kvenhormón. Getur ginseng haft áhrif á kynlöngun karla eða
framleiðslu hormóna ?

Svar:

Ginseng inniheldur flókna blöndu svokallaðra saponína sem bera heitið ginsenósíðar eða panaxosíðar. Að minnsta kosti 13 saponínar hafa verið einangraðir úr rótum Panax ginseng plöntunnar. Til að auka enn á breytileika ginsengs þá er það unnið úr rótum mismunandi plantna og svo er rótin unnin á mismunandi hátt og gefur af sér annað tveggja, rautt eða hvítt ginseng. Af þessu má sjá að það getur verið sitthvað, ginseng og ginseng!

Sumir ginsenosíðarnir líkjast kvenhormónum. Það hefur ekki verið staðfest að ginseng hafi áhrif á kynlöngun þó svo að það hafi verið notað við getuleysi. Þekktar aukaverkanir eru t.d. estrógenlík áhrif eins og eymsli í brjóstum, truflun á blæðingum og fl. Það eru uppi TILGÁTUR um að ginseng auki myndun barkstera með því að hafa áhrif á heiladingul, en þeir eru t.d. vörn gegn streitu.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur