Gleymdi Fontex í nokkra daga

Spurning:

Mig langar til þess að fá svar við einni spurningu. Þannig er að ég hef tekið inn lyfið Fontex í nokkra mán. en uppá síðkastið hef ég verið að gleyma að taka inn lyfið. Og hef ég þá gleymt því kannski í 4-5 daga þegar lengst hefur liðið. Það sem mig langaði að vita er hvort ég eyðilegg virkni lyfsins og hvort lyfið er alveg mánuð að byrja að virka aftur?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Lyfið Fontex (flúoxetín) hefur langan helmingunartíma eða 4-6 daga, þ.e.a.s styrkur þess í líkamanum helmingast á 4-6 dögum. Norflúoxetín er efni sem flúoxetin breytist í í líkamanum og er það líka virkt og er helmingunartími þess lengri eða um 4-16 dagar. Ef þú gleymir að taka lyfið í 4-5 daga minnkar magn þess í líkamanum en það ætti að hafa óverluleg áhrif ef byrjað er að taka lyfið aftur þá.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur