Gluten ofnæmi

Góð ráð við Gluten vandmáli?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þeir sem hafa glúten ofnæmi ættu að forðast allt glúten þar sem að ónæmiskerfið bregst þannig við að ónæmisfrumurnar ráðast á þarmatoturnar og eyðileggja þær hægt og rólega sem veldur því að þarmaveggurinn verður illa starfhæfur. Þessu fylgir meltingartruflanir, blóðleysi og næringarskortur meðal annars.

Það að forðast alveg glúten læknar öll einkenni sjúkdómsins.

Góð ráð við glúten vandamáli eru þau að forðast allt glúten, allt sem getur innifalið glúten.

Glúten er prótein sem er í hveitiklíði, hveitikími, hveiti, byggi, rúgi, spelti, kúskús, semolina, durum og bulgur meðal annars.

Dæmi um matvæli sem innihalda EKKI glúten eru: kjöt, möndlur, mjólkurvörur, hörfræ, hnetur, matarolía, smjörlíki og fleira. Einnig er hægt að kaupa ýmislegt glúten frítt.

Ég mæli með að þú skoðir síðuna www.gluten.is og lesir þar um glútenlaust fæði. Þar er hægt að finna uppskriftir og innihaldslista um hvað inniheldur glúten og hvað ekki.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur