Spurning:
Góðan dag
Ég er að byrja að æfa eftir tveggja ára hlé og mig langar bara að fá leiðbeiningar um hvernig ég get komið í veg fyrir að fá einhvern svaka vöðvamassa, mig langar bara að grennast? Hvernig er best að snúa sér í þessu?
Svar:
Fjölbreytt alhliða þjálfun 4-5x í viku kemur þér í gott form ásamt því að huga að góðum neysluvenjum. Það er ekki hætta á að fá mikinn vöðvamassa nema að lyfta stíft miklum þyngdum 3x í viku eða oftar.
Hins vegar er nauðsynlegt að þjálfa alla helstu vöðva líkamans og auka þannig grunnbrennsluna. Þolþjálfun og liðleikaþjálfun er einnig nauðsynleg.
Dæmi um alhliða þjálfun er þolþjálfun í 30-40 mín. 4x í viku og styrktarþjálfun 2x-3x í viku. Góðar teygjur á eftir æfingum.
Kveðja,
Ágústa Johnson