Fyrirspurn:
Langar að vita hvort einhver úrræði til að bæta kynlíf, séu til fyrir konur, sem hafa fætt mörg börn og legháls er orðinn of víður.
svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Víður legháls eftir barnsburð er algengt vandamál sem margir kvillar geta fylgt til dæmis þvagleki, legsig og eins og þú nefnir ófullnægjandi upplifun af kynlífi. Talað er um að það taki konur sjö ár að ganga alveg til baka og í sitt fyrra horf eftir fæðingu. Grindarbotnsæfingar til að styrkja vöðvana upp á nýtt er það sem lagað getur þetta ástand. Það er ekki hægt að kenna grindarbotnsæfingar gegnum netið svo vel sé, heldur þarftu að hitta hjúkrunarfræðing, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, ljósmóður eða lækni sem fer yfir grunnatriði þessa með þér og jafnframt er hægt að kaupa Aquaflex hjálpartæki sem getur hjálpað konum að gera grindarbotnsæfingarnar örugglega rétt. Ég set hér með tengil á ítarlega umfjöllun um grindarbotnsæfingar sem vonandi gagnast þér.
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&Itemid=40&id_grein=505
Með bestu kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir
hjúkrunarfræðingur