Grindarbotnsæfingar

Fyrirspurn:

Ég hef verið greind með ristilsig og verið boðið að fara í aðgerð.  Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess háttar inngrips strax þar sem óþægindin eru ekki enn orðin nógu mikil, að mínu mati.  Ég hef hinsvegar áhuga á að vita hvað ég get gert sjálf fyrir utan að passa upp á mataræði og hreyfingu. Ég hef verið að leita eftir upplýsingum um þetta, en ég man að ég las um að konur gætu gert æfingar fyrir grindarbotn og notað hjálpartæki, egg eða þannig til að æfa vöðvana,t.d.vegna þvagleka eða blöðrusigs.  Er eitthvað þvíumlíkt til fyrir endaþarm, eða þetta sig bara komið til að vera og lagast ekki nema með aðgerð?  Einnig langar mig að spyrja hvort ég geti átt von á að vera með eðlilegar hægðir og endaþarm eftir aðgerð, eða getur hann sigið aftur? Ég vil líka taka það fram að ég er með mikla innri gyllinæð og koma tímabil þar sem mér blæðir nokkuð en hef þó enga verki með þessu, aðeins langar klósettferðir.  Einnig hefur milliveggur gefið sig.  Ég hef átt tvö börn eðlilega en !
það reyndi mikið á endaþarm og hefur vandamálið byrjað og vaxið upp frá því.  Með kærri kveðju og þökk fyrir frábæra síðu.

Aldur:
36

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er rétt hjá þér að þjálfun grindarbotsvöðva getur hjálpað til við þessum kvilla. Læt fylgja hér grein hvernig þú getur borið þig að við þjálfun.
Varðandi gyllinæð þá læt ég hér aðra grein fylgja þér til upplýsinga en síðan getur þú keypt krem og stíla sem þú þekki eflaust.
Varðandi hægðir þá skiptir mataræði og hreyfing þar miklu máli og þú talar um að þú passir vel uppá þá þætti. Haltu því áfram, það er bara til góðs.
Varðandi aðgerð þá getur sá læknir sem hefur skoðað þig og mun hugsanlega framkvæma aðgerðina (ef til þess kemur) svarað best þeim spurningum tengt henni og eftirmála.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is