Grisja föst í sári

Hvernig er best að losa farsta grisju úr sári?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Best er að bleyta sárið vel, með hreinu vatni eða saltvatni, þá á að vera hægt að losa grisjur varlega.

Ekki er ráðlegt að rífa grisju úr sári því þá rifur þú gróandann og sárið þarf að byrja að gróa aftur frá grunni.

Ef þetta dugar ekki til borgar sig að hafa samband við heilsugæsluna og fá aðstoð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur