Gula

Fyrirspurn:

Hvernig lýsir gulan sér?? Verður maður allur gulur, eða getur maður haft gula/n blett/i???

Aldur:
20

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Gula getur komið vegna gallsteinamyndunar, þegar þeir stífla gallganginn og einnig ef einstaklingar fá lifrarbólgu.
Þegar gula myndast þá getur guli liturinn dreifst um allan líkamann og getur valdið kláða og óþægindum. Einnig geta hægðir orðið ljósar og þvag dökknað.

Þú getur lesið þig heilmikið til um þetta efni ef þú notar leitina á Doktor.is og leitarorð eins og  "gallsteinar" og "lifrarbólga"

Með bestu kveðju,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is