Gulur litur á hvítum rúmfötum og sterk lykt

Hvað orsakar að hvít rúmföt verða gul og skerk lykt er í kodda , sæng og náttbol?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Nú er erfitt að segja hver orsökin gæti verið við þessu. Nú veit ég ekki hvort þú sért laus við sveppasýkingar í húð, sár, soriasis og þessháttar í tengslum við húðina. Ef þú ert ekki með neitt af því þá er spurning hvort að þú svitnir mikið á nóttunni sem gæti þá verið að valda þessu ?

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir.