Gyllinæð

Mig klæjar rosalega við, en aðallega í endaþarmsopi þegar ég er að fara að sofa á kvöldin.
Undanfarið er búið að vera mjög vont að kúka, líður eins og endaþarmurinn sé að rifna þegar ég rembist.
Ég verð stundum vör við smá blóð á klósettpappírnum.
Það er samt enginn hnúður, en fékk hnúð fyrir ári síðan og keypti proctosedyl.

Þar sem proctosedyl er ekki til á landinu, þarf ég þá að fara til læknis eða er nóg að hringja og biðja um að þeir skrifi upp á gyllinæðakrem.
Vil helst ekki fara til læknisins út af þessu.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar eins og gyllinæð, en hún getur verið það innarlega (ofarlega) að hnúðurinn sem slíkur finnst ekki við þreifingu á utanverðum endaþarminum. Ég hvet þig eindregið til að hitta lækni þó það væri ekki nema fá símatíma, en það má vel vera að það dugi. Leitaðu þér amk einhverrar aðstoðar svo þér fari að líða betur.

Gangi þér vel

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.