Gyllinæði

Sé blóð þegar ég hef hægðir og líka á pappir..smá kláði og óþægindum..getur þetta verið gyllinnæði? Eða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert mjög líklega að lýsa gyllinæð. Meðfylgjandi er grein um þetta vandamál sem getur mögulega gagnast þér með því að smella hér.

Þú skalt endilega ráðfæra þig við lækni varðandi viðeigandi meðferð og eins hvort einhver ástæða sé til þess að rannsaka þetta eitthvað nánar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur