Hæ eg er með 10 ára stelppu .það stóð matur í henni fyrir 5 dögum nú getur hún ekki borða hvað er til ráða
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Þið skuluð endilega ráðfæra ykkur við lækni. Mjög líklega eru einhverjar bólgur til staðar sem annað hvort voru komnar áður en það stóð í henni og orsakaði þannig vandamálið eða þær koma sem afleiðing af því að það stóð í henni. Oftast gengur slíkt tilbaka af sjálfu sér og viðkomandi jafnar sig en um leið hefur hún eðlilega orðið hræddir og sú hræðsla getur valdið því að hún vill enn síður láta á það reyna að hún gæti lent í þessu aftur.
Gangi ykkur vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur