Hæg þvagbuna

Langar að vita hvað getur valdið hægri þvagbunu hjá 60 ára konu?
Engin einkenni önnur

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu eins og t.d. sig á þvagblöðru, einhverskonar vöðvaröskun í þvagblöðrunni, taugaskemmdir, aðgerðir, sýkingar, andleg áhrif, ákveðin lyf og svo alvarlegri hlutir eins og æxli sem þrýstir á þvagblöðru eða þvagleiðara. Til að meta þetta þarf að hafa meiri sögu/upplýsingar og best að ræða við heimilislæknir sem skoðar alla þætti og getur þá vísað áfram ef þess gerist þörf.

Gangi þér/ykkur vel

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.