Hægðartregða

Búinn að profa allt til að míkja hægðirnar en ekkert gengur við það að allt fyllist verður tregða með þvaglát.Eg er 79 ára og með stækkandi blöðruhálsk.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Hægðatregða er ótrúlega hvimleitt en um leið algengt vandamál sem getur tekið langann tíma og mikla þolinmæði að leysa.

Mér er til efs um að þú sért búinn að prufa allt því margt er í boði en hvet þig eindregið til að leita þér aðstoðar á heilsugæslunni þinni.

Ég læt fylgja með tengil á grein um hægðatregðu sem gæti gagnast þér.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur