hægðatregða

hægðatregða ráð við henni

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Hægðatregða er hvimleitt vandamál og getur stafað af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að borða trefjaríkt fæði, drekka vel af vatni og hreyfa sig reglulega. Stundum þarf að nýta sér hjálparefni eins og t.d. mixtúrur eða lyf í töfluformi. Verði þetta þrálátt vandamál er gott að ráðfæra sig við heimilislækni. Læt fylgja með frekari upplýsingar um hægðatregðu og svo er hægt að finna frekari upplýsingar um efnið á Doktor.is.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.