hægðir

Af hverju eru hægðir ljósar og þunnar?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hægðir geta breytt um lit og form við ýmis vandamál í meltingarvegi. Oftast er orsökin einföld eins og magavírus eða eitthvað sem viðkomandi hefur borðað og gengur þá yfir og jafnar sig á nokkrum dögum. Ef vandamálið er viðvarandi er ráðlegt að leyta til læknis þar sem þetta getur verið einkenni um einhverja truflun á starfssemi lifrar eða gallvega sem þyrfti að skoða nánar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur