hægðirnar eru mjög harðar

hvað er til ráða ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hægðatregða er ótrúlega algengt vandamál og ýmislegt hægt að gera til þess að leysa það.

Vandamálið er í raun tvíþætt, það þarf að losna við þær hægðir sem eru í ristlinum og til þess þarf oft aðstoð einhverja lyfja sem þú getur fengið í apoteki

Svo þarf að koma í veg fyrir að hægðirnar  verði áfram harðar með því að breyta um mataræði og drekka vel af vatni. Mögulega þarf einhver lyf líka til þess ða byrja með.

Ég set tengil á grein hér sem kemur þér mögulega að gagni

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur