Hafa keiluskurðir áhrif á frjósemi?

Spurning:
Ég er búin að fara í tvo keiluskurði – getur það ekki haft áhrif á að ég geti orðið ófrísk?

Svar:
Það er hæpið að keiluskurðirnir séu skýring á ófrjósemi þinni. Algengara er að þeir valdi frekar síðbúnum fósturlátum eða fæðingu fyrir tímann. Talaðu við lækninn þinn og fáðu rannsókn á hverju þetta sætir.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir