Hallux valgus?

Hæ, ég er með skakka stóra tá. Hún er ekki mjög mikið sökk en þó þannig að það sést vel. Ég er alveg laus við verki þó svo að ég fái stundum skrítna tilfinningu í kringum stóru tánna. Þegar ég sé mynd af Hallux valgus þá er þetta eins. Ætti ég að láta kíkja á þetta og er eitthvað gert ef þetta er ekki að trufla mig? Er betra að láta laga þetta áður en þetta stækkar og verður mögulega sársaukafullt? Þarf að fara í aðgerð?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það borgar sig á láta lækni skoða fótinn og fá mat á stöðunni.  Það er ekki farið í aðgerð nema einkenni séu orðin mjög slæm og valdi sársauka.  Fyrsta meðferð er að vanda skóbúnað en þröngir skór yfir táberg geta verið orsök hallux valgus og því borgar sig að velja frekar víða skó sem geta hægt á eða haldið niðri einkennum.  Skósmiðir geta víkkað skó sem þú átt nú þegar. Það eru einnig til mjúkar teygjusokks spelkur sem eiga að leiðrétta skekkjuna og fást þeir hjá sjúkraþjálfurum eða stoðtækjaverslunum.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur