hálsliðir

verkir i halsliðum og herðum

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæða verkja í hálsliðum og herðum er oft einhversskonar vöðvabólga. Algengastu ástæðurnar eru spenna, ofálag og áverkar vegna þjálfunar og vinnu.

Verkir í vöðvum geta líka verið einkenni sjúkdóma eins og t.d. flensu, bandvefssjúkdóma, vefjagigtar o.fl.

Ég hvet þig til að hitta heimilislækni sem skoðar þig og þína sögu, og sem veitir þér svo viðeigandi ráðgjöf í framhaldinu.

Gangi þér vel,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.