Hár blóðþrýstingur

Er með háan blóðþrýsting, sá efri alltaf yfir 200 og vel það.
Þrýsting í höfði og vanlíðan.
Tek: Adacand 16 til 24 mg + Pranolol 40mg á dag

Virðist hætt að virka. Hvaða önnur lyf gætu virkað betur.

Góðan dag.

Efri mörk yfir 200 mmHg er mjög alvarlegur háþrýstingur sem þarf að meðhöndla hjá lækni strax. Þegar efri mörk blóðþrýstings eru orðin hærri en 180 og neðri mörk orðin hærri 120 er einstaklingur kominn í mikla aukna áhættu á hjartaáfalli, heilaslagi og fleirum alvarlegum afleiðingum. Ef ásamt háum blóðþrýstingi einkenni svo sem höfuðverkur, mæði, blóðnasir eða hjartverkur koma fram þarf einnig að leita til læknis strax.

Varðandi lyfin þá verður þú að ræða það við þinn heimilislækni.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.