Góðan daginn
Getið þið frætt mig aðeins um háræðaslit? Það er að segja meðferð á þeim.
Ég er ung stelpa (20 ára) og er með frekar áberandi háræðaslit á fótleggjunum og lítið ofarlega á bakinu. Ég hef lesið um meðferð sem kallast sclerotherapy en lítið fundið um notkun þessarar meðferðar á Íslandi, hvar hún sé framkvæmd og hvort hún sé það yfir höfuð. Einnig langar mér að vita hvort eitthvað sé hægt að segja um kostnað meðferðarinnar. Ég veit að til eru aðrar aðferðir, td lasermeðferð, en hún er kostnaðarsöm og getur tekið nokkur skipti.
Þetta fann ég á Vísindavefnum:
Innspýting hersluefna í æðarnar (e. sclerotherapy). Aðferðin felur í sér að efni er sprautað í æðarnar, veggir þeirra límast saman og blóðið í þeim storknar. Æðarnar verða að lokum að örvef sem hverfur smám saman.
Fyrirfram þökk 🙂
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Þú ættir að geta fengið svör við þessum spurningum hjá húðlæknum eða lýtalæknum, bæði hvaða meðferðir séu í boði og kostnað.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur