Háræðaslit í andliti – hvað er til ráða?

Spurning:

Sæl.

Ég er með töluverð háræðaslit á kinnunum. Hvert er best að snúa sér til þess að reyna að fá bót á þessu?

Er það hægt á Norðurlandi?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl/sæll.

Þakka þér fyrirspurnina.

Laser-lækning ehf. í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík býður upp á meðferð með ljós-geisla tækni sem eyðir æðasliti og rauðum lit í húð – rósaroða.

Ég veit ekki um neina stofu á Norðurlandi sem gerir slíka meðferð.
Veffangið er: www.laserlaekning.is

Bestu kveðjur.
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu